Senda tilkynningar með SMS til íbúa með upplýsingum um hvenær á að moka þeirra götur. Hafa sama hátt á þessu eins og þegar á að þrífa göturnar. Akureyrarbær á sjálfur að vera með app svo við séum ekki að borga einhverju fyrirtæki út á landi allan þann kostnað sem fylgir því að leggja bílnum í gjaldskyld stæði. Þetta ætti líka að vera FRÍTT fyrir eldriborgara, þeir gætu t.d skráð sig inn með kennitölu. Heimsóknum þeirra í miðbæinn hefur fækkað mjög eftir þessa gjaldtöku. Best, FRÍTT fyrir alla ? 😀
Það er mun betra fyrir alla að vita hvenær á að moka þeirra götu og ekki síður betra fyrir framkvæmdaraðilana. Einnig mætti sekta þá sem leggja upp á gangstéttum, þegar verið er að moka bílaplönin t.d við fjölbýlishús. Þegar gangstéttarnar eru fullar af bílum þá þurfa börnin að ganga á götunni. Hvað varðar bílastæði og gjöld þeim tengd þá kom það lang best út fyrir alla þegar “klukkan” var í notkun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation