Hvers vegna getur markþálfun verið verðmætt verkfæri í menntakerfinu ? Markþjálfahjartað er teymi markþjálfa sem vilja gefa nemendum tækifæri til að auka sjálfsþekkingu (e. self-knowledge), sjálfstyrkingu (e. self-image) og færni til að hlusta og framkvæma með hjartanu. Við viljum vinna að því að kynna markþjálfun sem langtímalausn fyrir menntakerfið með því að innleiða markþjálfun inn í nemendaþjónustu grunn- og framhaldsskólana. Einnig væri það áhugavert að sjá það í Leik -og háskólum.
Við teljum að nemendur sem fá markþjálfun geti nýtt sér hana bæði í námi, starfi og í lífinu öllu. Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmiðin. Markþjálfarar vinna að því að virkja sköpunargleði einstaklinga og aðstoða þá við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum. Það er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation