Hundasvæðið á Akranesi

Hundasvæðið á Akranesi

Hér er ýmislegt sem hundaeigendur á Akranesi hafa rætt um og betur mætti fara á hundasvæðinu(ekki endilega í þessari röð): 1. Fordyri/sleppihólf við aðalinnganginn á svæðið. 2. Hlið verði sett við brú yfir skurð á innra svæði. 3. Komið verði upp lýsingu,. 4. Ný leik/æfingatæki 5. Byggja upp göngustíga umhverfis svæðið 6. Fyllt verði varanlega í stórar holur/polla á svæðinu 7. Girðingar á innra svæði verði lagfærðar 8. Útbúið verði smáhundagerði 9. Aukið skjól/skýli 10. Snyrting

Points

Frábært svæði fyrir hunda og hundaeigendur en sammála þessum hugmynd ýmislegt sem hægt væri að gera fyrir þetta flott svæði. 1. Fylla í holur 2. Fjarlægja leiksvæði og setja nýtt. 3. Setja skýli eða planta fleiri trjám fyrir skjól 4. Setja lýsingu fyrir vetrar tímann Ég, hundurinn minn og börnin mín elskum fara á hundasvæðið og hitta aðra hunda og hundaeigendur. Gullfallegt útsýni en einn risastór ískaldur drullupollur. Þarf ekki mikið til að laga og myndi gleðja stóran hóp af hundaeigendum ❤️

Allt framangreint stuðlar að auknu notagildi svæðisins, að gera það meira aðlaðandi og öruggara, til afnota fyrir alla hunda á Akranesi og eigendur þeirra. Ekki þyrfti mikla lýsingu og aðeins yfir allra dimmasta tímann. Núverandi leiktæki þarf að rífa niður, enda í besta falli ónothæf, en versta falli hættuleg. Smáhundagerði hefur verið lengi í umræðunni, a.m.k. 2 ár. Aukið skjól mætti útfæra t.d. með að planta fleiri trjám, setja upp létt skýli eða mögulega gazebo eins og í Garðalund

Tek undir þetta!

Frabærar hugmyndir

Sammála!

Eina svæðið sem leifinlegt er að vera með lausa hunda, mikil aðsókn. Þarf að bæta aðstöðu.

Frábær hugmynd!!

Tek undir þessa tillögu og pottþétt hægt að nýta hundaleyfisgjöldin í þetta

Glæsileg hugmynd og jafnvel að hafa sérsvæði með sérinngangi fyrir tíkur á lóðarí.

Þetta hljómar afar vel. Það þarf líka að girða betur og tryggja það að hundarnir komist ekki út. Enn sem komið er þá eru alltof mörg göt fyrir snjalla hunda :)

Með bættri aðstöðu gætum við hundeigendur líka átt öflugra samfélag. Það er Hundaskóli hér á Skaganum, sem eftir því sem ég kemst næst hefur verið á miklum hrakhólum (engin örugg staðsetning frá námskeiði til námskeiðs). Þar að auki væri mögulega líka hægt að fá fleiri námskeið hingað frá utanaðkomandi ef hægt væri að bjóða uppá einhvern stað fyrir það.

Hjartanlega sammála

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information