Gerum svæðið við Langasand samkvæmt vinningstillögunni frá 2021 https://www.akranes.is/static/files/Hugmyndasamkeppni/56413-hefti.pdf
Strax í upphafi var leitast við að tryggja virkt samráð með íbúum á Akranesi. „Svæðið Langisandur er svæði okkar allra og ekki hægt að framkvæma þessa samkeppni nema í fullu samráði við íbúa. Þessi aðferðafræði okkar í samkeppninni hefur vakið athygli annara sveitarfélaga til eftirbreytni við að auka íbúalýðræði og samráð, þetta er okkar hjartans mál“ sagði Sævar Freyr bæjarstjóri þegar greint var frá niðurstöðunni.
Umsögn dómnefndar segir allt sem segja þarf: Tillagan Langisandur fyrir alla er lágstemmd en full næmni sem dregur fram fegurð og notagildi svæðisins. Þá ber að nefna hvernig aðgengi að sandinum og sjónum er aukið á einstakan hátt með aðgengi fyrir alla í fyrirrúmi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation