Landhæð er lægri en aðliggjandi byggð og hallar niður til austurs. Það býður upp á hærri byggingar án þess þó að skyggt verði á núverandi byggð. Tilvalið að byrja með 2. hæða hús við Byggðaveg og vinna sig upp í ~6/7 hæðir við Þórunnarstræti. Skuggi af hæstu húsum lendir bara á Þórunnarstr. og Höllinni. Hafa fjölbýlishús stölluð (sbr. Skarðshlíð 20) svo þau verði ekki yfirþyrmandi kassar og lífgi svæðið með þakgörðum. Hafa hús randbyggð og L-laga eða U-laga til að skýla sem mest f. norðanátt.
Eitthvað í þessa átt. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/02/10/milljardatugir_i_heklureitinn/
Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.
Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation