Íbúarnir svara

Íbúarnir svara

Reglulegar íbúakosningar um þær hugmyndir og ábendingar sem koma fram í tímans rás, veita endurgjöfina og ákvarða forgangsröðina. Þetta er þó ekki alveg einfalt í framkvæmd. Segjum að einhversstaðar sé slysagildra, þá er ekki hægt að bíða með að laga hana þangað til heilu málaflokkarnir eru komnir í lag. Þessvegna þyrfti að skipta kosningunum upp í stór mál sem útheimta miklar aðgerðir og minni mál, sem eru mjög aðkallandi en hægt er að bæta úr með tiltölulega auðveldum hætti.

Points

Öll viðbrögð við hugmyndum eru góð en varla hafa bæjarstarfsmenn tíma til að veita þau. Þeirra væri hins vegar það mikilvæga hlutverk að útfæra tíðar íbúakosningar þannig, að niðurstöður verði haldbærar, og fylgja þeim eftir af einurð. Stórum málaflokkum þarf að skipta í undirflokka og fylgjast þarf með því að hópar sem eiga sér ekki mikla málsvara, beri ekki skarðan hlut frá borði. Eins og nú er raunin. Mest reynir á samvisku allra íbúa að sjá til þess að svo verði ekki. Við erum öll þið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information