Ég legg til að álagning gatnagerðargjalda verði endurskoðuð. Í dag miðast útreikningur þeirra við hámark nýtingarhlutfalls lóðar ekki við stærð þess húss sem á að byggja eins og gert er í flestum sveitarfélögum á Íslandi. Þetta þýðir að þau fyrirtæki sem byggja á Ísafirði borga margfallt meira gatnagerðargjöld en fyritæki í öðrum sveitarfélögum.
Ef miðað væri við stærð bygginga ekki nýtingarhlutfall lóða væri kostnaður vegna þessara gjalda hjá fyrirtækjum á Ísafirði sambærilegur við kostnað í öðrum sveitarfélögum. (til dæmis nágrönnum okkar í Bolungarvík). Það væri sanngjarnt og myndi hvetja til nýbygginga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation