Í raun ættu allar götur sem innan svæðisins milli Fjarðarstrætis og Smiðjugötu og svo Sundstrætis að Hafnarstræti/Aðalstræti að vera vistgötur.
Göturnar eru þröngar, bílar og hús byrgja sýn ökumanna þannig að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu væri mun betur tryggt ef þær væru gerðar að vistgötum.
Fallegra umhverfi í stíl við falleg gömul hús í miðbænum. Öruggara fyrir börn að leik, sem veitir ekki af með grunnskólann þarna á svæðinu. Maður verður t.d. alveg var við bíla að bruna niður Silfurgötu. Það er engin þörf á 30 km hraða á þessu svæði. Einnig bara skemmtilegra hverfi að rölta í gegnum fyrir bæði bæjarbúa og ferðamenn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation