Gagnadrifin ákvarðanataka

Gagnadrifin ákvarðanataka

Auka gagnadrifna ákvarðanatöku í mótun og framkvæmd þjónustu. Stefnt er að miðlægri yfirsýn gagna og notkun stafrænna lausna með það að markmiði að auka aðgengi að gögnum og upplýsingum við mótun þjónustu og eftirliti með innleiðingu. Sérstaklega verði hugað að aðgengi að vönduðum rafrænum gögnum til að beita gagnreyndum upplýsingum við mótun nýrrar þjónustu, breytingum á þjónustu eða til að ná fram nýrri nálgun á þjónustu. Horft verði sömuleiðis upplýsingaöflunar gegnum þjónustukannanir meðal barna, foreldra og starfsfólks og skilvirkum skráningum á þátttöku í frístundum og íþróttum. Starfsfólk verði hvatt til að sýna frumkvæði að framþróun þjónustu.

Points

Vinsamlega hafið bæði heimili barns með þegar kemur að samskiptum, gagnaöflun og könnunum. Líðan barns getur verið ólík og þarfir foreldra ólíkar. Skorti heildstæðar upplýsingar um barn þá geta gæði ákvarðana orðið verri fyrir vikið og skaðað hagsmuni barnsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information