Heilbrigði og vellíðan barna í forgrunni

Heilbrigði og vellíðan barna í forgrunni

Setja heilbrigði og vellíðan barna í forgrunn í allri menntun. Afleiðingar þess að takast ekki á við andlega vanlíðan barna er andleg vanheilsa á fullorðinsárum og takmörkun lífsgæða. Sérstaklega verði hugað að geðheilsueflingu og forvörnum sem miða að því að styrkja getu til að stjórna tilfinningum, sporna við áhættuhegðun, byggja upp þrautseigju og seiglu og sinna sjálfshjálp. Stefnt verði að mótun hverfisbundinna áætlana og samfelldri nálgun í fræðslu milli leik- og grunnskóla, frístunda og íþrótta. Áhersla verði á forvarnir gegn einelti, ofbeldi og mismunun af einhverju tagi og stuðningi til foreldra barna með hegðunarerfiðleika eða andlega vanlíðan. Starfsfólk verði hvatt til að sækja sér fræðslu um forvarnir og heilsu og líðan barna og fái tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu sín á milli.

Points

Meiri fjárstuðning við skólana. Það er ekki nóg að hafa skóla án aðgreiningar og svo ekkert fjármagn til að manna eða fylgja stefnunni eftir. Fleiri kennarar, minni bekkir. Kennarar þurfa að geta fylgst með og fylgt eftir getu og framförum nemanda. Þetta á að sjálfsögðu við um alla sem koma að menntun barna. Of stórir bekkir bjóða bara upp á að einhver börn heltist úr lestinni. Opin umræða og kennsla um geðheilbrigði og ábyrgð einstaklinga á eigin hegðun.

Vinsamlega hafið bæði heimili barns með, búi barn á tveimur heimilum. Barn þarf heildstæðan stuðning, sérstaklega ef líðan þess er slæm. Ekkert er verra en þegar barn og foreldri eru skilin eftir útundan, það er ekki gott fyrir andlega heilsu.

Markviss kennsla í lausnarmiðaðri nálgun til að sinna þörfum sínum, taka tillit til þarfa annara og hvernig börn geta notað tilfinningar sínar sem leiðarvísi í þessu. Það eru ekki allir foreldrar með þessa hæfni svo í skólaumhverfinu er kjörið tækifæri á þessari kennslu og er þeirra besta veganesti til að geta lifað í sátt og samlyndi við sig og aðra. Til þess þarf kennara sem er sérhæfður í kennsluaðferðum þessa efnis líkt og annars efnis og allir hinir kennararnir hafi grunnþekkingu til stuðni

Góðar ábendingar sem hafa komið fram hér að neðan, en besta forvörnin er auðvitað sú að foreldrar hafi þekkingu og bjargráð til að sinna uppeldi eins og best verður á kosið - það þarf því ekki bara að efla fræðslu í skólaumhverfinu heldur einnig til foreldra og forráðamanna barna. Slík fræðsla og stuðningur þarf að hefjast strax á meðgöngu þannig foreldrar séu vel nestaðir inn í fyrstu tvö æviár barna sinna og stuðli þar með að tengslamyndun, seiglu, tilfinningastjórn o.fl.

Seinka skóladegi á unglingastigi, til dæmis til 08:50. Í vetur hefur minn 14 ára unglingur mætt í skóla á þremur mismunandi tímum eftir vikudögum, 8:10, 8:50 og 9:50. Mætti hafa í huga að samræma þetta betur með tilliti til betri rútínu og betri svefns.

Það er ekki nóg að hvetja starfsfólk til þess að sækja sér fræðslu um forvarnir og heilsu og líðan barna. Námskeið þurfa að vera í boði sem starfsfólk er skylt að sækja og *fær greitt fyrir*. Sérfræðingarnir (fólkið sem vinnur með börnunum) eiga svo að fá tækifæri *á launum!* til þess að finna útfærslur á efninu inn í leik- og grunnskóla.

Hafa skóla ekki of stora og fjölmenna. færri nemendur í bekk, gefur meira færi á persónulegri kennslu og minni likur að barn týnist í hópnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information