Þúfneyri lítil eyri fast við þorpið rétt vestan við gömlu hreppsmörkin við Altarisberg. Líta má á Þúfneyri sem örútgáfu af Vatneyri. Eyrin er slétt og að mesu grasigróin og lítil törn vestanvert í henni. Að austan er fíngerð malarfjara og sýnishorn að því sem einkenndi alla fjöruna frá Mikladalsá að Arakletti.
Þúfneyri er nánast eina gróna landið í nágrenni þorpsins og nýta á það til útivistar. Banna á alla umferð ökutækja um svæðið og fella á niður og hreinsa burt ýmis meki sem tengjast rafmagns- og símalínum. Rækta á upp efnistökusvæðið ofan eyrarinnar. Tilvalið væri að leyfa nemum í umhverfis- landskipulagsfræðum að gera tillögur að notkun og uppbyggingu svæðisins með skýrskotun til fyrri notkunar eyrarinnar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation