Afmarkað svæði með annaðhvort fullt af mismunandi sulluborðum fyrir krakka. Eða sérsmíðaður heimur, með litlum rennibrautum fyrir leikfangabáta, stíflur með uppistöðulónum, vatnssprautum sem dæmi. Eitthvað sem getur líka kennt og opnað augu barna fyrir eiginleikum vatns.
Meiri afþreying fyrir krakkana. Gæti hjálpað vatnshræddum börnum að venjast vatninu. Gefið þeim tækifæri að fara í sund án þess að þurfa að fara út í laugarnar en samt skemmt sér og fengið jákvæða upplifun af sundi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation