Ég myndi vilja sjá uppbyggingu í gamla bænum, það þarf svo að taka til hendinni þar, byggja upp Kirkjutorgið með hleðslusteini og fallegum blómakerjum, hellulögn og sígrænu. ( það er hræðilegt þegar öllu er mokað burtu á haustin og eftir stendur moldarflag og ónýtar gangstéttar) það mætti færa hellulögnina inn á Aðalgötuna og setja betri lýsingu,gera Aðalgötuna að einstefnu og auka gróður og blóm.Helluleggja göngustíg sem liggur frá Skógarg.til Aðalg.við rólóinn og malbika bílastæði bakvið Mælif
Það er kominn tími á að taka til hendinni í gamla bænum,hann er jú hjarta bæjarins og allir gestir sem koma til Sauðárkróks fara þangað. Það er enginn gróður við Aðalgötuna,gangstéttar víðast hvar ónýtar og Kirkjutorgið okkar er hræðilegt, við hljótum að geta gert þetta fallegt og varanlegt.
Já alveg tími til komið að fara í þetta verkefni í gamla bænum. Mér lýst vel á að gera Aðalgötu að einstefnu. Mikilvægt er að koma skipulag í lag þarna líka svo fólk getur framkvæmt á lóðum með þeirri vissu að þau hafa leyfi til að gera það lagalega séð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation