Gróðursett verði tré/runnar sunnan megin við Strandgötuna til að hægt sé að njóta göngutúra á göngustígnum með sjóinn og fjöruna á annarri hlið og fallegan gróður á hinni.
Ef hægt er að finna trjátegundir sem eru vel salt þolnar gæti þetta verið mikil prýði. Sérstaklega þar sem iðnaðarhverfið er. Einnig væri gott að setja meiri gróður við innkomuna inn á Sauðárkrók, en þannig mætti stórbæta ásjónu og upplifun fólks af bænum.
Sunnan megin við Strandgötuna eru nú aðeins bakhliðar húsa og inaðarhverfið. Ef gróðursett yrðu tré eða runnar yrði nálægðin við náttúruna og ánægjan meiri þegar maður gengur um göngustíginn.
Gróðursetja mætti slíka tré og runna á mun fleiri stöðum í bænum. T.d. svæðið við Verkmenntaskólann meðfram Sauðánni. Þá yrði það mikill sigur ef það tækist að gróðursetja stór tré meðfram Skagafirðingabrautinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation