20 ár eru síðan tjám var plantað í Aldarmótaskógi í Reykjatungu. Hugmynd þessa verkefnis var táknræn gjöf til allra einstaklinga um að hvert mannsbarn á Íslandi fengi eina plöntu gróðursetta. Markmiðin voru margvísleg og þáttur útivistar mikilvægur. Frá gróðursetningu hefur lítið verið við hafst en náttúran hefur gert sitt. Kominn er víðamikill skógur með sífellt fjölbreyttara plöntu- og dýralífi. Til að vermda og nýta svæðið er nauðsynlegt að vinna að aðgengi, merkja stíga og koma upp aðstöðu.
Aldamótarskógurinn er ein af náttúruperlum Skagafjarðar. Ef vel er af staðið væri hægt að bjóða fleirum aðgang að þessu fallega útivistarsvæði. Hins vegar ef ekkert er að gert og fleiri heimsækja svæðið verður ekki komist hjá umhverfisspjöllum. Gróður er viðkvæmur og fuglalíf vaxandi. Nauðsynlegt er að afmarka viðkvæm svæði og stýra umferð um vegi, gönugstíga og hestaslóðir. Mikilvægt er að tengja svæðið við ´slow´ útivist með kyrrð, náttúruskoðun og umhverfisvitund að markiði í skipulagsvinnu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation