Vegtenging frá Lýtingsstaðahreppi yfir á Kjálka í Akrahreppi

Vegtenging frá Lýtingsstaðahreppi yfir á Kjálka í Akrahreppi

Leggja skal nýjan veg frá gamla Breiðagerðisafleggjaranum norður fyrir flóann sem er þar austan við og svo í beina línu að nýrri brú sem byggð yrði á hentugum stað neðan við Flatatungu við Kjálkaveg í Akrahreppi.

Points

Í dag er staðan sú að aðeins ein leið liggur fram Tungusveitina og eru nokkrar leiðir af svæðinu til fjalla. Hinsvegar vantar sárlega vegtengingu yfir á Kjálkaveg sem þaðan liggur á þjóðveg 1. Slíkur vegur yrði bylting fyrir alla þjónustu á svæðinu, hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, viðgerðarþjónustu, flutning vara eða annað. Þá myndi slíkur vegur auka til muna öryggi á svæðinu þar sem tvær leiðir yrðu af svæðinu og mikil vegstytting ef keyra þarf á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Þessi vegtenging mundi bæta búsetu skilyrði í framhluta skagafjarðar

Það eru mörg rök fyrir því að gera hringtengingju milli Tunguveitar og yfir á Kjálka/Akrahrepp. Gömlu rökin voru tengd virkjun Villingarnes en í dag liggja þau meira í bættu flæði um fjörðinn vegna ferðaþjónustu. Það er stefnan að setja þessa leið nú inn á Aðalskipulag SKagafjarðar og síðan er það þeirra sem stjórna og ráða í framtíðinni hvaða ár sú leið kæmi til framkvæmda. En allavega jákvætt að skýra stefnuna og setja leiðina á skipulag. Eru ekki allir sammála um það ?

Slík vegtenging yrði frábær lyftistöng fyrir svæðið og alla starfsemi þar. Bætt aðgengi að vinsælum fjallvegum, göngu-og reiðleiðum og betri vegtengingar innan fjarðar styrkja einnig stöðu Skagafjarðar í heild sem áfangastaðar ferðamanna.

Yrði frábært fyrir þá sem búa þarna

Af eigin reinslu veit ég að brú á þessum stað kæmi sér vel þegar maður þarf að koma óléttri konu, sem komin er af stað í fæðingu á sjúlrahúsið á Akureyri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information