Endurheimtum fullveldið.

Endurheimtum fullveldið.

Það er lágmark að löggjafinn fari að virða fullveldið og hætti að afgreiða lög sem stríða gegn fullveldinu. Þau lög sem hafa brotið fullveldið á að endurskoða og fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar á meðal er markaðsvæðing raforkunnar. Stjórnir og forstjórar fyrirtækja í opinberri eigu, eiga ekki að hafa þau völd sem heimila þeim að ráðskast með eigur þjóðarinnar án heimildar frá henni t.d. eins og að eiga í samningaviðræðum við erlenda aðila um lagningu raforkusæstrengs.

Points

Framsal vals til 3 aðila eins og er búiðað géra í orkupökkunum ætti að vera me öllu óheimil, eins og er ií núgildandi stjórnarskrá

Fullveldið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt er að varðveita það og endurheimta í þeim málum sem að það hefur verið brotið. Þjóðaratkvæðagreiðsla þarf að fara fram í öllum þeim málum sem snerta fullveldið, hvort sem það eru varðandi málefni sem þegar hafa orðið að lögum eða málefni sem verða til umfjöllunar á alþingi. Skylda ætti frambjóðendur fyrir alþingis og sveitastjórnarkosningar til að upplýsa fyrir kosningar, með hvaða hætti þeir muni greiða atkvæði í málum sem varða þjóðareigur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information