Setja ákvæði um það í stjórnarskrána að þingfulltrúum sem ganga ´gegn´ yfirlýstum stefnumálum sínum sé gert að segja af sér sem þingmenn, hafi þeir með afgerandi hætti brugðist þeim væntingum sem kjósendur þeirra máttu ætla að gera mætti til þeirra ..í ljósi þeirra markmiða sem þeir sögðust ætla að vinna að, ..og urðu til þess að þeir hlutu kosningu (starf) sem þingfulltrúar.
Í lýðræðisfyrirkomulaginu er það meirihluti-vilji þjóðar sem á að hafa valdið. Hafi þingfulltrúar hlotið kosningu og fylgi vegna ákveðinna stefnumála og loforða, þá er eðlilegt að ætlast til þess að þeir standi við þau orð sín, eftir því sem mögulegt er ..og fari örugglega ekki að vinna alveg öndvert við yfirlýsingar sínar, fyrir kosningar. Þeir eru ráðnir í tiltekna vinnu hjá þjóðinni og ber að standa við þau yfirlýstu stefnumál, sem öfluðu þeim fylgis hjá almenningi, til að hljóta starfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation