Garðabær er með mjög fallegt hundasvæði rétt austan við Garðaholt. Það þarf hinsvegar að snyrta svæðið til. Fjarlægja girðingarafganga. Setja upp fleiri ruslafötur fyrir hundapoka, setja upp smá borð eða bekki og ekki síst að gera eitthvað við skreiðarhjallinn sem er þarna. Hann er í niðurnýðslu og inni í honum er rusl og annað sem skapar slysahættu. Auk þessa mætti skoða að setja girðingar kringum svæðið þannig að hunda geti ekki hlaupið út af svæðinu.
Þetta er frábært svæði og mikið notað af hundaeigendum.
Girðing til að auka öryggi væri frábært og snyrta svæðið
Það eru margir hundaeigendur í Garðabæ og hundasvæðið er vinsælt og þessar endurbætur myndu því bæta fallegt útivistarsvæði sem nýtist mörgum.
Fer þangað reglulega með hundinn minn. Virkilega skemmtilegt svæði þar sem gaman er að hitta hundaeigendur með hundana sína. Það er þörf fyrir tiltekt á svæðinu með betra skipulagi, fleiri ruslatunnum, bekkjum og öðru eins og kemur fram í tillögunni. Langar að bæta við þeirri athugasemd að það er engin lýsing á svæðinu. Vantar lýsingu og þá sérstaklega á þessum tíma ársins.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation