Bryggja og áningastaður sem bætir aðgengi allra að fjörunni og sjónum. Gera ráð fyrir setþrepum að fjörunni/sjónum. Bryggjan gæti nýst sem útikennslusvæði fyrir skóla/ og leikskóla, áningastaður til að upplifa fuglalíf og eða til að njóta sólarlagsins, áhugaverður viðkomustaður kajakræðara og etv. mætti reyna fyrir sér með dorgveiði. Í tengslum við bryggjuna gæti verið skýli með þaki þar sem gott væri að dvelja, njóta nestis og eða fræðslu.
Bætt tengsl við fjöruna og sjóinn, eykur möguleika þeirra sem erfitt eiga um gang að upplifa fjöruna og sjóinn. Svæðið getur verið hluti af útikennslu í Kópavogi, áningastaður fyrir gangandi og hjólandi, áningastaður fyrir kajakræðara. Það að upplifa sólarlagið á þessum stað er mannbætandi fyrir alla.
Gleður andann að hafa fallegan áningastað
algjörlega sammála Aðalheiði Kristjánsdóttir..þetta virkar vel í osló og víða, fyrir alla menn og dýr.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation