Sleðabrekkur/bretta og skíðabrekkur

Sleðabrekkur/bretta og skíðabrekkur

Að koma fyrir litlum sleðabrekkum ætluðum börnum ca. 6-12 ára sem er treystandi til að fara ein út að leika í nágrenni heimilis. Brekkurnar þurfa að vera mislangar og misbrattar (auðvelt að labba upp fyrir stutta fætur)

Points

Það væri frábært að fá hingað brekkur og aðstæður fyrir þessa yngri að æfa sig á skíðum og fara á sleða

Þegar veður er gott og snjó kingir niður vilja allir fara út að renna sér en aðstaða fyrir þennan hóp (og reyndar aðra líka) hefur ekki verið góð. Lítið annað þarf til en að sjá til þess að tré og stórgrýti standi ekki uppúr og kannski slétta sumstaðar undirlag því oft er snjórinn ekki mikill. Staðsetning í hverfi Kópavogsskóla t.d.við Digraneskirkju og í Hlíðargarði en annars í sem flestum brekkum Kópavogs

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information