Í hvert sinn sem við förum með börnin í sund, er prentaður út barnamiði fyrir þau. Við hjónin erum bæði með fjölnota kort (60 ferðir/30 ferðir) og fáum plastvasa utanum kortið þegar við kaupum það. Við fullorðna fólkið biðjum svo börnin um að henda sínu einnota korti í pappírsruslið. Getum við ekki fengið fjölnota sundkort fyrir börnin okkar? Ég get alveg sett það í sama plastvasa og mitt kort (til að spara plastið) þar sem börnin eru það ung að þau fara hvort eð er ekki ein í sund.
Góð hugmynd
Umhverfisvæna
Ef ég fer 60 ferðir í sund, með barn með mér, þá þarf að prenta út 60 barnakort og henda þeim beint í pappírsruslið. Þetta er hræðileg sóun sem við erum að kenna börnunum okkar.
Góð hugmynd. Ég velti fyrir mér hvort það mætti ekki ganga lengra og hafa öll kort margnota. Fyrir þá sem kaupa stakt skipti þá er líftími pappírsins 30 sek. Fyrir þá sem kaupa reglulega 10, 30 eða 60 tíma kort þá er samt verið að henda og fá nýtt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation