Það mætti lífga upp á og fegra Hamraborgina. Fá arkitekta í verkið og gera eitthvað til að gera svæðið meira spennandi. Nýta til dæmis auð verslunarrými. Það væri frábært að fá litlar sérverslanir á svæðið. Midpunkt er til dæmis frábær hugmynd. Hálsatorg er alveg dautt og svo má endilega setja leiktæki eða bara eitthvað í Geislagarð. Það er núll metnaður þar.
Sammála. Það þarf að taka umhverfi Hamraborgar til algjörar edurskoðunar, skapa vistlegt miðbæjar umhverfi. Vinna með yfirborð gatna og gangstétta, auka gróður, endurskoða fyrirkomulag gönguleiða og bílastæða. Gera ráð fyrir sérstakri miðbæjar lýsingu með fallegum lömpum. Ný samræmd handrið með lýsingu yfir gjána og samræma búnað á svæðinu. Meðan beðið er eftir heildarendurskoðun og fjármömgnun mætti lífga upp á svæðið með nýjum búnaði s.s.bekkir borð ruslatunur, hjólastatíf úr sömu línunni.
Það er nóg af leiktækjum amk í kringum Hamraborg og Kársnes. En miðsvæðið okkar er mjög óaðlaðandi þó nokkur spennandi fyrirtæki séu komin. Það er kominn tími á Hamraborgina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation