Á kortum er teiknaður göngstígur frá Naustavör á milli Vesturvarar og Kársnesbrautar á móts við hús nr 79 og 81 á Kársnesbraut. Þessi stígur er í algjörri niðurníðslu og órækt, sem og aðliggjandi lóð. Þessi tillaga felst í því að koma stígnum í sómasamlegt horf, samhliða miklum beytingum vegna hringtorgs á gatnamótum Naustavarar og Vesturvarar, til að auðvelda gangandi för um svæðið.
Styttir gönguleiðir
Í tillögum að nýju leiðakerfi Strætó er gert ráð fyrir færslu stoppistöðvar sem nú er á Kársnesbraut yfir á Vesturvör. Þessi göngustígur myndi stytta leið Strætófarþega talsvert á nýju stöðina, t.a.m. frá Kársnesskóla, Holta-, Skóla- og Hófgerði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation