Flokka lífrænan úrgang

Flokka lífrænan úrgang

Kópavogsbær verður að standa sig betur í sorpmálum. Lífrænn úrgangur frá heimilum er ekki rusl heldur gæti orðið að dýrmætri moltu sem bærinn gæti nýtt sér í garðana á sumrin í stað fyrir að kaupa moltu annars staðar frá. Það er löngu orðið tímabært að byrja á þessu og minnka sorpmagnið sem er urðað hér á landi.

Points

Á Kársnesinu eru flest hús með þokkalega garða. Það er því ekkert sem stoppar íbúana sjálfa við að sinna þessu verkefni og ekki þarf að treysta á bæjarfélagið í þeim verkefnum sem bæjarbúar geta betur leyst sjálfir

Í ljósi umræðunnar í dag þá verða sveitarfélögin að taka málin í sínar hendur og gera sitt besta til að minnka ruslið sem kemur frá heimilum. Að safna lífrænum úrgangi frá heimilum og búa til moltu sem er svo notuð í garðana á sumrin býr til hringrás sem ætti að vera markmið Kópavogsbæjar og okkar allra.

😀

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information