Það er ALLT of mikið um hraðakstur á Kársnesbraut með tilheyrandi hávaða og hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sérstaklega börn.
Ég bý á Kársnesbrautinni og hef margoft kvartað yfir þessu. Það er búið að mála gangbrautina og setja nýtt skilti við nr 21 en það breytir engu: það er ómögulegt að fara yfir götuna, aldrei stoppað fyrir mann og allir á ofsahraða. Mikið er um hraðakstur á nóttinni, bæði mótorhjól og bílar. Það er lítið mál að setja nokkrar STRÆTÓVÆNAR hraðahindranir.
Alltof mikil og alltof hröð umferð á Kársnesbrautinni og alltof mikið af stórum flutninga- og vörubílum og rútum. Mun að öllum líkindum aukast með aukinni íbúabyggð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation