Það er mikið af húsum á Hamraborg svæðinu og engin leiksvæði fyrir börn í garðinum.
Það er mikið af húsum (14 hús) á Hamraborg svæðinu og engin leiksvæði fyrir börn í garðinum. Krakkar hafa alls ekkert að gera í garðinum. Bara ruslatunnur inni í garði. Krakkar þekkja ekki nágranna sína og eignast ekki vini á svæðinu. Þau hittast ekki í garðinum, því það er ekkert skemmtilegt þar fyrir þá og ekkert að gera.
Sammála þessu. Börnum er að fjölga í Hamraborginni og Geislagarðurinn ætti að bjóða upp á leiktæki fyrir þau sem þar búa.
Bætt aðstaða hvetur til útiveru og eykur á samskipti fólks. Jákvætt fyrir alla aldurshópa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation