Fjölga þarf bílastæðum við Heilsuleikskólann Kór sem og Hörðuvallaskóla til að tryggja öryggi barnanna
Öryggi barnanna og starfsfólks er best tryggt með því að hafa engin bílastæði nálægt skólunum. Þá þyrftu foreldrar ekki að vera hrædd við að senda börnin gangandi eða hjólandi í skólann
Of fá bílastæði eru við skólanna og því brýnt að fjölga þeim svo foreldrar geti komið með börnin á öruggan hátt í leik- og grunnskóla. Á þetta sér í lagi við þegar viðburðir eru í gangi hjá menntastofnununum, svo foreldrar og starfsfólk neyðist ekki til að leggja ólöglega sem blokkar sýn annarra ökumanna þegar börn okkar eru á ferð um hverfið. Foreldrar og starfsfólk hafa verið að fá bílastæðasektir og íbúar hverfisins líða fyrir bílastæðaleysi skólanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation