Listatún, Stelluróló og umhverfi hefur verið í niðurníðslu til margra ára og er af þeim sökum lítið notað þrátt fyrir mikinn fjölda barnafólks í nærliggjandi götum. Svæðið er stórt, eða um 4000 m2, og því mikil tækifæri á að byggja þar upp aðlaðandi útivistarsvæði fyrir börn og fullorðna. Tilvalið væri að byggja þar leikvæði í anda þess sem er á Rútstúni, fótboltavöll með gervigrasi og kröfuboltavöll. Einnig aðstöðu sem hvetur til samveru á góðviðrisdögum, þ.e. bekki, borð og grillaðstöðu.
Það vantar betri fótboltavöll fyrir krakka vestast á Kársnesinu.
Passa þarf að brjóta þessi þörfu verkefni upp í fleir smærri. Annars gæti orðið erfitt að afla þessu fylgis ef þetta er eitt stórt og dýrt verkefni
Mesta íbúðauppbygging í Kópavogi er þessi árin á Kársesi, en þar eru í bygginu hundruðir íbúða. Fjöldi barnafólks á Kársnesi fjölgar mjög hratt því endurnýjun í eldri húsum er mikil þessi árin. Svæðið er eina opna almenningssvæðið á Kársesi vestan við Rútstún og því vel til þess fallið að þjóna íbúum á vestari hlutanum á Kársnesi. Svæðið er stórt og möguleikar fyrir uppbyggingu miklir. Til að byrja með væri réttast að leggjá áherslu á að byggja svæðið upp fyrir krakka á grunnskólaaldri.
Já það mætti koma upp aðstöðu fyrir krakka og einnig koma sparkvellinum í gagnið að nýju. Setja upp útigrill og leiktækjum fyrir krakka. Listatúnið var mikill leikvöllur í langan tíma hér áður. Æskulýðsráð Kópavogs var á sínum tíma með leikjanámskeið öll sumur fyrir yngri og eldri aldursflokka. Upp úr svona leikjanámskeiði kom HK.
Frabært væri að fá hjólabretta eða hlaupahjóla leiksvæði þar
😀
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation