Manngerð hjólabraut fyrir fjallahjól
Frábær hugmynd. Hvetur enn frekar til útivistar og samveru fjölskyldunnar
Hjólabraut fyrir krakka til að leika sér í. Nálægt Guðmundarlundi þar sem einnig er hægt að fara í frisbígolf og minigolf.
Það væri frábært ef áhugamál hesta og reiðhjólafólks mundu ekki rekast á, því miður á það við í þetta skiftið, þrátt fyrir að flestir hjólamenn sýni tillitsemi þá mun svona garður stórauka hjólaumferð bæði í gegnum hestahverfið og í nágrenni við það svo ég get ekki sagt að þetta sé frábær hugmynd.
Sammála Bjarnveigu hér að neðan. Skapar mikla hættu ekki bara vegna hjólana heldur fylgir einnig svona "leiktækjum" mikil köll og læti sem geta fælt hross. En frábær hugmynd.
Góð hugmynd, slæm staðsetning. Þarna er mikil umferð hestamanna. Slysahætta að beina umferð fjallahjóla á sama svæði þar sem net reiðvega er svona þétt. Margir aðrir staðir koma til greina, t.d. Rjúpnahæð eða Vatnsendahæð, sem auk þess væru aðgengilegri fyrir þá sem myndu vilja nota slíka aðstöðu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation