Knattspyrnuvöllur og grassvæði á Listatúni hjá Stelluróló er í niðurníðslu og ekkert hirt. Hægt væri að gera þetta að mjög skemmtilegu svæði fyrir fjölskyldur úr hverfinu, enda skjólsælt og öruggt. Þegar gengið er niður göngustíginn að Hlégerði er mikil slysagildra þar sem gangandi birtast skyndilega úti á götunni. Þar mætti setja upp hindrun þannig að ekki sé hægt að hlaupa út á götu.
Mætti bæta lýsingu á svæðinu, ekki mikið um ljósastaura.
Gera fallegt útiverusvæði í hverfinu aðgengilegra og meira lifandi fyrir íbúa.
Mjög verðmætt svæði sem ekki er að nýtast sem skildi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation