Ólíkt núgildandi stjórnarskrá hafði þjóðin aðgengi að þeirri nýju. Í henni er frumkvæðisréttur sem tryggir beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur sem eru bindandi! Við kusum stjórnlagaráð og síðan var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur hennar. Í þeirri nýju stjórnarskrá eru skýr ákvæði um hvernig almenningur getur breytt stjórnarskránni. Ef þingið getur hunsað þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun það geta hunsað þetta samráð alveg janfn auðveldlega.
Ef það er hægt að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hunsa samráð.
Ég vil taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi þannig að Forseti Íslands axli raunverulega ábyrgð á sinni þjóð og leggi af stað með stefnurnar í stærstu málunum og standi eða falli með þeim en sé ekki bara skrautfjöður: "SÁ ÆTTI VÖLINA SEM AÐ ÆTTI KVÖLINA!":
Eftirfarandi eru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu 20.10.2012 um tillögur Stjórnlagaráðs sem Alþingi hefur síðastliðin sjö ár dregið að leiða í lög gegn vilja þjóðarinnar. Þessar tillögur ber fulltrúarvaldinu að leiða í lög. https://is.wikipedia.org/wiki/Þjóðaratkvæðagreiðsla_um_tillögur_stjórnlagaráðs Um þetta kusu Íslendingar 20.10.2012 Bæklingur um samanburð stjárnlagaráðs og núgildandi stjórnarskrár. http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/images/thjodaratkvaedi_okt2012_LAEST.pdf
Já ég vil að það sé gert. Það liggur fyrir á hvaða hátt það verk var unnið. Það var unnið af fulltrúum almennings. Það var unnið af vandvirkni. Alhug. M.a. með slembiúrtaki 1.000 almennra borgara sem lögðu línurnar. Vilji þjóðarinnar, þættir og áherslur liggja þar skýrar og að baki er samþykki 2/3 kjósenda. Það er óumdeilanleg staðreynd að borgararnir eru stjórnarskrárgjafinn. Það er okkar að veita kjörnum fulltrúum leiðsögn og setja mörk. Það er ekki Alþingis að ákveða reglurnar.
Þjóðin hefur þegar samþykkt að frumvarp til laga um nýja stjórnarskrá skuli liggja til grundvallar. Virðum skoðanir fólks
Þjóðin setur sér stjórnarskrá með þeim hætti að byggja á þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það hlýtur að vera leiðin sem fara á.
ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Umrætt stjórnlagaráð var ekki kosið af þjoðinni heldur skipað af stjórnmálamönnum og þvi umboðslaust
Tillögur Stjórnlagar. eru frá árinu 2011. Sumt hefur elst illa. 1. Síðan þá hefur Trump komist til valda; spurning hvort 90. og 96. gr. auki forsetaræði á kostnað þingræðis. 2. Síðan þá eru bottar sem stjórna umræðu um málefni á netinu, sbr. áhrif Rússa á kosningar í USA 2016. Gr. 65 til 67 þarf e.t.v að endurskoða/nútímavæða. 10% eru mjög fáir. Að mínu mati best að endurskoða með það í huga að koma verðugum málum "á dagskrá". Virða fulltrúaræði (faglega vinnu ráðun) en ekki beint lýðræði.
Það er óumdeilanleg staðreynd að borgararnir eru stjórnarskrárgjafinn. Það er okkar að veita kjörnum fulltrúum leiðsögn og setja mörk. Það er ekki Alþingis að ákveða reglurnar og láta sem að þeir einir geta hagað hagi þjóðarinnar eftir sinni geðþotta
Hvernig géta menn enn og aftur talað um tillögu þjóðfundar sem ,,stjórnarskrá” sem það er ekki yfir 60 % þjóðarinnar hafnaði kaflanum um kirkjumál svo voru 90% prósent fundarmanna úr einu póstnúmeri. Mörg atriði sem læddust þarna inn eins og framsal valdsins, og réttindi eins samfélagshóps framm yfir aðra
Tillögur stjórnlagaráðs eru unnar í anda aðildarumsóknar að ESB og ætlað að auðvelda afsals fullveldis Íslands undir erlend yfirráð, sem gerir að ófært er að samþykkja að sú stjórnarskrá sé grundvöllur nýrrar.
það var ekki kosið um stjórnarskrá heldur um hvort tilögur stjórnlagaráðs ættu að vera til hliðsjónar það er alt önnur spurnín en um nýja stjórnarskrá varla skýr áhvæði um hvað má kjósa um í þjóðarathvæðum en gæti hugsað mér svissneska leið margreind gallar og kostir þektir
Er ekki hægt að finna stefnur í öllum málum í öllum flokkum; er það ekki bara spurning um að ganga til liðs við þá flokka sem að er með þær stefnur sem að maður er að leita eftir? Annars finndis mér að sitjandi stjórnvöld hverju sinni mættu vera duglegri við að vera með MEÐ/ Á MÓTI -lista tengt stærstu málunum hverju sinni og þær kosningar mættu þess vegna vera opinberar samhliða okkar venjulegu kosningum og engin hætta á svindli.
Fulltrúavaldinu, Alþingi, ber að fara að vilja umbjóðenda sinna, þjóðar. Uppruni valds til stjórnarskrárbreytinga er hjá þjóð. Þettar er skýrt innihald lýðræðishugsjónarinnar. Íslenskt samfélag hefur týnst sjálfu sér í framþróun til lýðræðis þegar horft er til þess merkilega og skapandi lýðræðis, -og umbótaferlis sem varð upphaf og aðdragandi nýju stjórnarskrárinnar og bera saman við þá tilvistarkreppu og hugsjónaþurrð fulltrúarvaldsins sem þjóð er nú haldið í.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation