Það vantar aðgreindan hjólastíg á strandlengjuna (norður+suður+vestur) við Kársnes.
Núverandi göngustígur er orðinn úr sér genginn víða. Brýr eru einbreiðar, stígur holóttur og krappar beygjur á honum. Ef strandlengjan er hjóluð eru gatnamót Vesturvarar og Bakkabrautar varasöm. Gróður við Vesturvör 25 skyggir á þau og gerir þau hættulegri. Þetta þarf allt að laga ef leiðir að nýju brúnni yfir voginn eiga að vera greiðfærar og öruggar fyrir hjólandi og gangandi.
Dæmi. Leikskólin Marbakki er við göngustígin og hann oft farinn með krakkana í fjöruna í botni vogsins. Á þeirri leið er ein alger blindbeygja og því mjög hættuleg krökkunum sem og öðrum, bæði gangandi og hjólandi. Utar með stígnum er leikvöllur fast við stíginn en bekkir hinumegin við hann. Hætta er á að krakkar hlaupi yfir stígin til fullorðna ef þeir sitja þar. Um setuna er síðan grindverk sem gerir erfitt fyrir hjólandi og krakkana að sjá hvora aðra þegar farið er þaðan yfir á leikvöllinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation