Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hverfa frá olíuvinnslu og hefja þegar öfluga uppbyggingu innviða til að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum og iðnaði. Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum. Íslandi ber einnig að minnka losun frá stóriðju og að taka þátt í framsæknum orkuskiptum í flugi og siglingum. Skipulag þarf að tryggja að almenningssamgöngur, hjólreiðar og ganga verði raunhæfir valkostir.
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru stærsta verkefni mannkyns á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi heimsins geta valdið tjóni í hverju einasta ríki og það er forgangsverkefni að draga úr áhrifum þeirra og undirbúa viðbrögð við þeim.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation