Samfylkingin ætlar að skýra umboð stjórnvalda til að grípa inn í ef hætta stafar af ágangi ferðamanna, t.d. með tímabundnum lokunum eða takmörkunum á umferð og fjölda ferðamanna inn á ákveðin svæði. Stjórnvöld verða að ákveða hvar eigi að byggja upp svæði, innviði og þjónustu og hvar ekki. Setja á stefnu í ferðamálum til næstu áratuga í samráði við fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu og bestu rannsóknir.
Um 80% ferðamanna nefna náttúru Íslands sem helstu ástæðu Íslandsferðar. Náttúruvernd er því fjöregg ferðaþjónustunnar. Uppbygging verndarsvæða og þjóðgarða, ekki síst á miðhálendinu, er þáttur í eflingu náttúruferðamennsku, samfélaginu öllu og einstökum landshlutum í hag. Mikilvægt er að vernda auðlindina sem ferðaþjónustan byggir helst á.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation