Íslenska ríkið á að koma sér upp félagslegu fjármálakerfi sem m.a. veitir því sjálfu fjármálaþjónustu. Félagslegt fjármálakerfi gerir ekki kröfu um vexti, og því mundi ríkið spara gríðarlega peninga sem nú fara í vaxtakostnað.
Norður-Dakóta-fylki í Bandaríkjunum hefur frá því fyrir stríð fengið fjármálaþjónustu hjá banka sem það á sjálft. Þá er það bókhaldsatriði hvort það borgar enga vexti, eða hvort það borgar vexti og tekur þá svo út sem arð. Enda mun N-Dakóta vera eina fylki Bandaríkjanna sem er ekki skuldugt nema þá við sjálft sig.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation