Sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta er að hækka persónuafslátt. Píratar vilja hækka persónuafslátt strax á næsta ári um 7.000 kr. á mánuði. Takmarkið er að ná fram hækkun á afslættinum sem nemur 26.000 kr á kjörtímabilinu þannig að hann fylgi almennri launaþróun, og verður þá við lok kjörtímabilsins tæpar 78 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Deildu og lækaðu ef þú ert sammála.
Hækkun örorkulífeyris og lækkun krónu-á-móti-krónu skerðingar eru réttlætismál. Sama gildir um rétt aldraðra til að vinna án þess að missa áunnin réttindi. Nýtum reynslu og þekkingu í framtíðinni – þar sem hana vantar. Ríkið á ekki að segja eldri borgurum hvar, hvort og hvernig þeir eigi að vinna, lifa eða njóta í ellinni. Skoðum leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu í framtíð sem mun mótast af tækniþróun og sjálfvirknivæðingu. Allir eiga rétt á grundvalla
Hærri persónuafsláttur kemur öllum vel, en sérstaklega þeim sem lægstar hafa tekjurnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation