Tollar á matvæli og innflutningshömlur, aðrar en af heilbrigðisástæðum, lækki í áföngum og falli að lokum niður.
Það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á hag neytenda og gera það sem hægt er til að lækka matvælaverð í landinu. Við höfum séð Costco-áhrifin, og það væri gott að halda áfram á þeirri braut sem aukin samkeppni færir með sér og lækka smám saman tolla á landbúnaðarvörum til að hægt sé meðal annars að flytja inn ódýrt kjöt. Þetta skiptir alla máli og myndi að endingu spara hverjum landsmanni 100.000 krónur á ári, eða 400.000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu.
Niðurgreiðslur, tollvernd, aðrir styrkir og fleira kosta 20 til 25 milljarða á hverju ári. 25 er þó nær lagi. fyrir þá upphæð mætti greiða hverju býli (þau eru 3,200) um 7.8 milljónir í borgaralaun (bændalaun) á ári. Eða hverjum bónda (þeir eru 4,800) 5.2 milljónir. Að auki fengu þeir afraksturinn af búinu í sinn vasa. Þettta myndi opna á nýsköpun og fjölbreytni í búskap sem aldei fyrr og það án þess að bændur ættu á hættu að lenda í fjárhagsvandræðum.
Sauðfjárbúskapur á í miklum rekstrarerfiðleikum og þarf aðstoð til að komast yfir væntanlegar breytingar, að opna kjötmarkað með svipuðu fyrirkomulagi og fiskmarkaðir eru myndi losa bændur undan oki sláturleyfishafa (sem bændur eiga þó að nafninu til) og þannig myndi markaðurinn verðleggja kjötið en ekki afurðastöðvar. Þetta færði bændur nær markaði og skapaði samkeppni á meðal þeirra sem annast slátrun sem líklega færði bændum hærra verð út á gæði auk þess sem bein sala úr landi yrði möguleg
eru einu rökinn hagnaður neitenda. hversvegna hafa ekki aðrar þjóðir séð þettað. þá væri ekki kjötþúfa á íslandi en ef menn vilja þá gétum við borið við heilbrygðisrökin til að hefta innflutníng.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation