Upphæðin sem fer í að niðurgreiða og styrkja landbúnaðinn verði skipt niður jafnt á bændur landsins og greidd til þeirra beint sem laun. Þessi greiðsla verður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um lágmarks framleiðslu per býli á ári. Meginatriðið er að bændur geti haldið áfram matvælaframleiðslu, fengið laun og auk þess selt afurðir sínar án þess að hafa áhyggjur af afkomunni. Hluti af hugmyndinni er einnig að skoða möguleikann á að afnema tollvernd sem myndi þá hækka bændalaunin.
Matvælaframleiðsla er að stórum hluta til niðurgreidd úr vösum skattgreiðenda og varin fyrir samkeppni erlendis frá með tollavernd. Bændur eru samt sem áður einhver tekjulægsta stétt landsins. Bændalaun myndu hvetja til aukinnar lífrænnar framleiðslu þar sem um dýrari vöru er að ræða og gæfi bændum svigrúm til aukinnar nýsköpunar í ræktun, framleiðslu og búskaparháttum þar sem þeir fá afraksturinn í eigin vasa auk bændalaunanna.
Það er hreinlega ekki hægt að breyta öllu í laun, niurgreiðslur og styrkir eru mikilvægir svo það verði að eitthverjum breytingum bara sem dæmi. mýkri básar fyrir beljurnar. Það er miklu frekar að það verði sett lágmarksverð fyrir kg á lambakjöti frá bónda heldur enn þessi vitleysa, bændur hafa það gott fyrir utan fjárbændur.
Niðurgreiðslur eru ekki laun til bænda, lang mest fer í rekstur búsins. Þær ættu að hvetja til þess að sem mest af innlendri framleiðslu sé framleitt á sem lægstu verði. Aðbúnaður dýra þarf að vera í lagi annars missa bændur framleiðslurétt. Góður bóndi með 30 kýr við góðar aðstæður framleiðir meiri mjólk heldur en lélegur bóndi með 50 kýr við slæmar aðstæður. Ef að góðir bændur og lélegir bændur (með illa fóðruð dýr) fengju sömu niðurgreiðslur þá væri það skref afturábak.
Í raun þarf að endurskoða allt regluverk í kringum landbúnað á Íslandi. Lausnin er kannski einföld en það skal fara varlega í að umbylta núverandi kerfi. Í mínum huga er yfirbyggingin og vinnsluferlið að taka of mikið til sín. Hér tel ég réttara að horfa til einföldunar á regluverki í átt að meiri sjálfbærni sem síðan tryggir dreifðari byggðir, færri kolefnisspor, betri nýtingu afurða, betri vöruþróun o.s.frv. Ég tel lausnina ekki vera að færa þetta í form launa, ekki að svo stöddu.
Eg svosem hef ekkert serstakt a móti þessu ennþá. Hinsvegar finnst mer umræðan einkennast af fögrum orðum en takmörkuð þekking á hvað kostar að reka bú. Það gerir umræðuna brenglaða og það á eftir að gera þessa tillögu mjög fráhrindandi fyrir fólk sem hefur lært/hefur reynslu a búrekstri. Þar að leiðandi þótt besti vilji se fyrir hendi verður þetta dauðadæmt strax. Eins og ef eg tæki mig til og gerðist læknir og ætlaði að fara skipta mer af hvernig aðgerðir ættu að fara fram...
Bændur myndu ekki minnka eða auka við sig nema það væri hagkvæm ákvörðun fyrir þá. Ef ég er að græða á því að gera eitthvað þá fer ég ekki að hætta því og ef ég get grætt á því að gera meira af því þá geri ég það. Ég myndi vilja sjá þetta sem tilraunaverkefni í nokkur ár í takmörkuðu upplagi.
Landbúnaður (kindur og kýr) er viðjum í gamaldags einokunarfyrirtækja - Mjólkursamsalan er undanþegin Samkeppnislögum og getur hagað sér eins einráður kongur í ríki sínu - fyrsta skref þar er að setja fyrirtækið undir Samkeppnislög - þá geta nýjir aðilar - stórir og smáir unnið vörur úr mjólk - heimila ætti sölu á ógerilsneyddri mjólk - bændur sjálfir geta tekið við vinnslu frá eigin búi - einn eða fleiri saman
Sauðfjárbændur eru undil hæl sláturleyfishafa - verðin eru skömtuð til bænda - nýjasta dæmið 35% lækkun - Beint frá býli - hefur verið í þróun í þónokkur ár - þar sem komið viðskiptamodel sem fleiri bændur geta vel tileinkað sér
Bændalaun eru góður valkostur fyrir bændur og gefur þeim frelsi til að hafa sinni framleiðslu svo þau fái sem mest út úr búinu - skora á bænur að taka samtalið og skoða málið vel - búvörusamningur næst endurskoðaður 2019
Niðurgreiðslur, tollvernd, aðrir styrkir og fleira kosta 20 til 25 milljarða á hverju ári. 25 er þó nær lagi. fyrir þá upphæð mætti greiða hverju býli (þau eru 3,200) um 7.8 milljónir í borgaralaun (bændalaun) á ári. Eða hverjum bónda (þeir eru 4,800) 5.2 milljónir. Að auki fengu þeir afraksturinn af búinu í sinn vasa. Þettta myndi opna á nýsköpun og fjölbreytni í búskap sem aldei fyrr og það án þess að bændur ættu á hættu að lenda í fjárhagsvandræðum.
Endurskoðum núverandi stuðningskerfi til bænda, þar sem virkir bændur sem viðhafa viðurkenndar starfsaðferðir eiga rétt á grunnstuðningi sem tryggir afkomuöryggi bænda. Stjórnvöldum ber að skilgreina hvað telst virkur bóndi og upphæð fulls grunnstuðnings. Sérstakur stuðningur ætti auk þess að bjóðast ungum bændum og fyrir valkvæð verkefni sem stuðla að vernd loftslags og umhverfis, dýravelferð, vöruþróun, tækniþróun, upprunamerkingu o.fl.
Ef bændalaun verða tekin upp í stað núverandi styrkjakerfis verður auðveldara fyrir bændur að stunda blandaðan búskap. Þar með verður auðveldara fyrir ríkið að styðja bændur til aukinnar skógræktar. Það hefur margvíslegan ávinning í för með sér, betri bú, betra veður, auðlind sem gefur hráefni í græna hagkerfið, lífhagkerfi framtíðarinnar, sem kemur í stað olíuhagkerfisins. Án skógar þurfum við að treysta á innflutning meginhráefnis lífhagkerfisins sem er timbur. Allt úr olíu má búa til úr trjám
Sauðfjárbúskapur á í miklum rekstrarerfiðleikum og þarf aðstoð til að komast yfir væntanlegar breytingar, að opna kjötmarkað með svipuðu fyrirkomulagi og fiskmarkaðir eru myndi losa bændur undan oki sláturleyfishafa (sem bændur eiga þó að nafninu til) og þannig myndi markaðurinn verðleggja kjötið en ekki afurðastöðvar. Þetta færði bændur nær markaði og skapaði samkeppni á meðal þeirra sem annast slátrun sem líklega færði bændum hærra verð út á gæði auk þess sem bein sala úr landi yrði möguleg
Ég myndi vilja sjá grunnlaun fyrir virka bændur og viðbótarstuðning fyrir m.a. endurheimt votlendis, unga bændur, lífræna ræktun og nýsköpun. Þetta er líka það sem er í landbúnaðarstefnu Pírata :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation