Sauðfjárrækt til nútímans

Sauðfjárrækt til nútímans

Tryggjum framtíð sauðfjárræktar í landinu með því að gera hana sjálfbæra. Hættum upprekstri á vorin og smölun á haustin. Beitum aðeins mjög vel gróið afgirt land en hlífum fjöllum og hálendi við beit. Styrkjum bændur sem eru í greininni af alvöru en ekki sauðfjárrækt sem aukabúgrein eða frístundabúskap. Tryggjum búsetu í sveitum með því að bjóða bændum ný verkefni, t.d. við uppgræðslu, endurheimt votlendis og kolefnisskógrækt. Styðjum ræktun gjöfulla beitarhólfa, t.d. með hagaskógrækt.

Points

Sauðfjárrækt á Íslandi er í frumstæðu og úreltu kerfi. Enn gengur fé á óbeitarhæfu landi þótt nóg sé af mjög vel grónu landi sem nýta mætti til beitar. Eigendur sauðfjár þurfa ekki að girða fé sitt af. Aðrir landnotendur þurfa að girða sig af með ærnum tilkostnaði. Beitarstýringu ætti að koma á þar sem fé væri eingöngu beitt á afgirt beitarhólf sem bændur bæru sjálfir ábyrgð á að rækta. Kostnaður við vorrekstur á fjall og smölun að hausti yrði úr sögunni og búrekstur hagkvæmari bændum til góða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information