Það er margt sem hægt er að gera til að takast á við loftslagsvandann: • Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. • Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan.
Afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni eru alvarlegar; hitastigið hækkar, gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess kunna að verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Það er kominn tími á alvöru stefnu og öflugar aðgerðir. Við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.
Rannsóknir sýna að skógur á landi fóðrar hafið á næringarefnum sem auka vöxt kalkmyndandi lífvera. Aukið kalk í sjónum (kalsínkarbónat) stuðlar að minni uppsöfnun koltvísýrings í sjónum. Skógar heimsins minnka stöðugt og því þarf að snúa við. Ísland var einu sinni allt að 40% vaxið skógi. Nú er skógur á Íslandi tæp 2% landsins, þar af 1,5% birkiskóglendi. Verk er að vinna. Ræktum skóg!
Stýð hugmyndina um logslagsmálið, en mælikvarðinn er alveg öðruvísi mál. Framleiðsla er ekki slæm; við getum framleitt, verið ánægðir *og* verndað umhverfið samtímis!
Hagvöxtur er fyrst og fremst mælikvarði á fjárhagslega stöðu þjóðfélags en hann er alveg ónæmur fyrir lífsgæðum eða vellíðan fólks. Við hver kaup á pilluglasi, hvern hjónaskilnað eða hvert skipti sem tveir bílar rekast á eykst hagvöxtur þar sem það leiðir til viðskipta. Meðan hagvöxtur hefur margfaldast síðustu áratugi hefur tíðni kvíða og þunglyndis aukist og traust okkar á samfélaginu og samkennd minnkað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation