Tengja Smáralind og verslunarhverfið þar fyrir ofan við stíganetið sem liggur gegnum Kópavogsdal. Bæði til að auðvelda fólki að sækja þjónustu í hverfið og til að starfsfólk fyrirtækja á svæðinu eigi betri möguleika á öðrum fararmátum heldur en bílum.
Það er mjög erfitt og jafnvel hættuleg að komast framhjá Smáralind, eða í Smáralind ef maður velur aðra fararmáta en bíl. Þetta er svæði með mikilli verslun og þjónustu sem fólk sækir hvort sem það á bíl eða ekki.
Tenging við norður og suðurstíga er algjörri flækju sem greiða þarf úr. Hættuleg samskeyti á núverandi fyrirkomulagi.
Leysa þessu tímabundið með því að setja 20 km hámarkshraða, og hraðamyndavélar.
Ef samstaða er milli bæjarstjórnar og hjólreiðarfólks er alltaf hægt að finna lausn. Sumar stígar hafa verið hannaðir fyrir gangandi og með aukningu á hjólreiðum skapast ákveðin togstreita um stígana. Að sjálfsögðu má gera betur en að sama skapi er búið að gera heilmikið fyrir hjólreiðarfólk
Það eru fínir stígar sunnan við Smáralind og norðan við Smáralind; en að komast í gegnum Smáralindarsvæðið er mikið ævintýri.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation