Útivistarfólk sem leggur leið sína frá Kórahverfi til Vífilsstaða hefur engan annan möguleika en að labba/hjóla á vegi sem liggur milli Vífilsstaða og Kópavogs, svokölluð flóttamannaleið. Fyrir utan að gera leiðina aðgengilegri með nýjum hjólastíg þá er vegurinn einfaldlega hættulegur fyrir hjóla- og gangandi fólk. Þeir sem nota þennan veg þekkja vel til þess að mæta hjólafólki á þessari leið og er slysahættan mjög mikil, einkanlega þar sem umferð hefur aukist mikið um þennan veg.
Gerir leiðina milli Vífilsstaða aðgengilegri fyrir þá sem leggja leið sína þar á milli. Umfram allt eru aðstæður núna þannig að hjólandi og gangandi vegfarendur eru í bráðri hættu vegna mikillar umferðar um þessa leið.
Það er mikil umferð á veginum og hjólandi eða gangandi vegfarendur komast ekki á milli Kórahverfis að Vífilstaðavatni nema leggia sig í hættu.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation