Legg til að gerður verði göngu/fjallahjólastígur frá Elliðahvammsvegi að Heiðmörk. Hestar geta og hafa styggst ef það er hjól eða hundur á núverandi stíg á milli Elliðahvammasvegar og Heiðmerkur.
Legg til að gerður verði göngu/fjallahjólastígur frá Elliðahvammsvegi að Heiðmörk. Hestar geta og hafa styggst ef það er hjól eða hundur á núverandi stíg á milli Elliðahvammasvegar og Heiðmerkur.
Þá má segja að það vanti göngustíg allan leið Kópavogsmeginn. Gamli vegurinn er einhverskonar samkurl af vegi, reiðstíg og gönguleið. Væri mikið til í að þetta svæði færi í smá skipulagningu og reynt að finna hentuga leið fyrir alla hópa sem vilja nota svæðið.
Algjörlega sammála, má gera heiðmörkina meira aðgengilegri. Þannig hjólandi og gangandi geti notið hennar á göngu- og hjólastígum. Síðan er vegurinn sem liggur með vatninu og inn í heiðmörk (flóttamannaleiðin) mjög lélegur og hættulegur á veturna.
Þetta er fín hugmynd, svo framalega sem þessi slóði verði ekki malbikaður. Persónulega mundi ég vilja að sem minnst yrði hreyft við náttúrunni þarna. En hinsvegar mætti alveg loka þessu svæði fyrir bílum. Þarna inneftir er trafík allan sólahringinn og umgengnin hræðileg. Þannig að ég vil að lögð verði áhersla á að hreinsa þetta svæði af drasli, niðurnýddum sumarbústöðum og loka því fyrir (dóp) traffík. Svo má skoða huggulegan hjólastíg sem félli vel inní svæðið, en helst ekki malbikaðan.
Sammála Þorvari með að þetta ætti alls ekki að vera malbikað, mætti vera líkara svæðinu sunnan við vatnið. En vegurinn er illa farinn og mjög breiður á köflum. Má klárlega nota veginn sem reiðveg og fyrir bílaumferð þar sem má keyra en svo að búa til annan stíg, annað hvort meðfram vatninu eða meðfram reiðstíg/vegi fyrir gangandi og hjólandi.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation