Merkja hlaupaleiðir í Heiðmörk svo sem 5, 10, 20, 25 og 30 km hringi með sambærilegum hætti og gönguleiðir eru merktar í þjóðgörðum.
Fjölmargir stígar eru í Heiðmörk en þeir eru bæði illa merktir og vegalengdir koma þar ekki. Mætti efla þetta svæði enn frekar til náttúruhlaupa með því að merkja hlaupaleiðir og hafa góðar merkingar á öllum stígamótum.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation