Göngustígurinn milli Baugskórs og Flesjakórs er mikið notaður m.a. af skólabörnum á leið í og úr Hörðuvallaskóla. Nauðsynlegt er að gera hann upplýstari.
Göngustígurinn er mjög mikið notaður og örugg leið skólabarna í og úr Hörðuvallaskóla. Í dag er hann hins vegar óupplýstur og því hættulegur á veturna. Mikil þörf á lýsingu.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
Fylgdi dóttur minni í skólann í fyrravetur og verð að segja að það er algjörlega óásættanlegt að hafa þennan göngustíg óupplýstan. Yfir dimmustu mánuðina var gjarnan snjór og hálka á göngustígnum og erfitt að fara um hann í myrkrinu. Skapar hættu og hræðslu og börn fara þá kannski að velja það að ganga götuna í Baugakórnum í staðinn og ekki er það betra því þar er gjarnan mikil umferð á morgnana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation