Þar sem verið er að gera breytingar á aðalskipulagi á Nónhæð vilja kennarar í leikskólanum Arnarsmára koma með þá hugmynd að þegar skipulag breytist og byggingar rísa verði útbúin útikennslustofa á útivistarsvæði sem þar er gert ráð fyrir. Skólinn er útikennsluskóli en þó ekki með neitt skipulagt/útfært svæði í nágrenninu sem hægt er að kalla útikennslustofu.
Vantar góða aðstöðu fyrir útikennsluna
Vantar brekku fyrir snjósleða og snjóþotur. Kæmi Nónhæð til greina ?
Leikskólinn Arnarsmári hefur nýtt Nónhæðina mjög vel í vettvangsferðir og útikennslu og það er mikilvægt að þessi möguleiki verði enn til staðar þó að þarna rísi ný byggð.
Þetta svæði sem var í skipulagi sem grænt svæði en verður nú lóð undir fjölbýlishús var útikennslustofa fyrir leikskólann Arnarsmára. Það ætti því að gera ráð fyrir í skipulaginu pláss fyrir útikennslustofu fyrir öll börnin í Leikskólanum Arnarsmára til að halda áfram því góða starfi í útiverunni og ævintýraferðum og halda þannig áfram að leyfa þeim að þroskast, dafna og læra í náttúrunni.
Þetta er útikennslusvæði okkar í leikskólanum. Við sem erum með yngstu börnin getum ekki farið í langar ferðir, þannig að móinn er okkar ævintýrastaður.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation